Íhugar að fella niður ákærur á hendur Assange

Kristinn Hafnsson á samstöðufundi í Lundúnum í dag.
Kristinn Hafnsson á samstöðufundi í Lundúnum í dag. AFP/Henry Nicholls

Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst íhuga að fella niður ákærur á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Segir hann þetta í kjölfar þess að ástralska þingið samþykkti ályktun í febrúar þar sem skorað var á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákærur.

Assange hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019 á sama tíma og Bandaríkin hafa reynt að fá hann framseldan.

„Við erum að íhuga þetta,“ sagði Biden við blaðamenn í dag er hann var spurður út í það hvernig hann ætlaði bregðast við beiðni ástralska þingsins.

Á yfir höfði sér 175 ár í fangelsi ef hann er sakfelldur

Assange verið ákærður fyrir að hafa lekið trúnaðargögnum árið 2010 um stríðin í Írak og Afganistan. Yrði hann sakfelldur í öllum ákæruliðum gæti hann átt yfir höfði sér 175 ára fangelsisdóm.

Sem svar við ummælum Biden sagði Stella, eiginkona Assange, á samfélagsmiðlinum X:

„Gerðu hið rétta. Felldu niður ákærurnar.“

Kristinn kallar eftir pólitískri lausn

Assange bíður þess nú að fá að vita hvort hann geti áfrýjað framsali einu sinni enn eftir að breskur dómstóll frestaði ákvörðun í máli hans í síðasta mánuði. Niðurstöðu er nú að vænta 20. maí.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, kallaði eftir því að pólitísk lausn yrði fundin í málinu.

„Þetta er mál sem hefði bara aldrei átt að eiga sér stað til að byrja með,“ sagði Kristinn við AFP.

Biden íhugar nú áskorun ástralska þingsins um að fella niður …
Biden íhugar nú áskorun ástralska þingsins um að fella niður ákærur á hendur Assange. AFP/Daniel Leal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert