Þrír fundust látnir í dag

Björgunarmenn leita í rústum eftir jarðskjálftann öfluga.
Björgunarmenn leita í rústum eftir jarðskjálftann öfluga. AFP

Björgunarmenn í Taívan fundu þrjú lík til viðbótar í dag eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir eyjuna þann 3.apríl.

Þar með er tala látinna í jarðskjálftanum komin í 16 en fórnarlömbin þrjú fundust þegar björgunarmenn unnu að því að ná tveimur öðrum líkum sem grafin voru undir klettunum meðfram Shakadang-slóðinni í Hualien-sýslu í austurhluta Taívan.

Talið er að 1.100 manns hafi slasast í jarðskjálftanum sem var sá sterkasti sem hefur skollið á eyjunni í 25 ár eða frá árinu 1999. Í september það ár varð jarðskjálfti að stærðinni 7,6 og fórust um 2.400 manns af völdum náttúruhamfaranna.

Tsai Ing-wen forseti heimsótti borgina Hualien í dag til að þakka björgunarmönnum og heita skjótri hamfarahjálp á skjálftasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert