Dæmd til dauða fyrir fjársvik

Truong My Lan (í miðjunni) í dómsalnum í morgun.
Truong My Lan (í miðjunni) í dómsalnum í morgun. AFP

Háttsettur víetnamskur fasteignamógúll hefur verið dæmdur til dauða í einu stærsta spillingarmáli í sögu landsins.

Skaðinn sem spillingin hefur valdið er talinn nema 27 milljörðum bandaríkjadala.

Dómstóll í borginni Ho Chi Minh dæmdi Truong My Lan seka um að hafa svikið fé út úr bankanum Saigon Commercial á tíu ára tímabili.

Að sögn kviðdóms í málinu urðu gjörðir hennar til þess að „rýra traust almennings á leiðtogum Kommúnistaflokksins og ríkisins”.

Réttarhöld í málinu höfðu staðið yfir í fimm vikur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert