Stöfuðu „HJÁLP“ í sandinn

HELP eða HJÁLP skrifuðu veiðimennirnir.
HELP eða HJÁLP skrifuðu veiðimennirnir. Ljósmynd/Bandaríska Landhelgisgæslan

Landhelgisgæsla Bandaríkjanna bjargaði þremur mönnum af eyju í Míkrónesíu í Eyjahafi. Þeir fundust eftir að hafa notað pálmalauf til að stafa „HJÁLP“.

Mennirnir fundust níu dögum eftir að hafa lagt af stað í veiðiferð. Ættingjar mannanna tilkynntu lögregluyfirvöldum að þeir hefðu ekki skilað sér til baka úr ferð til eyjunnar Pikelot Atoll. Eyjan er óbyggð kóraleyja og er rúmlega 400 kílómetra frá Guam á Kyrrahafi. 

Þetta er annað sinn á síðustu fjórum árum ár sem fólki er bjargað af eyjunni.

Lögðu af stað á páskadag

Í tilkynningu frá landhelgisgæslu Bandaríkjanna segir að mennirnir, sem eru allir á fimmtugsaldri, hafi lagt af stað í veiði á páskadag.

Þeir lögðu af stað frá annarri eyju á svæðinu, Polowat Atoll.

Viðbragðsaðilar leituðu í upphafi á 78 þúsund sjómílna svæði en þegar þeir ráku auga á „HJÁLP“ stafað á strönd einnar eyjunnar fundust mennirnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert