Kona og börn þungt haldin eftir sprengingu á Sjálandi

Sex særðust í slysinu.
Sex særðust í slysinu. Ljósmynd/Danska lögreglan

Fjögur börn og kona liggja þungt haldin á sjúkrahúsi í Danmörku eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í Helsinge í gærkvöldi.

Danska ríkisútvarpið greinir frá.

Lögreglan á Norður-Sjálandi staðfesti við danska ríkisútvarpið að hin særðu væru þrjár þrettán ára stúlkur, ellefu ára stúlka og 44 ára kona, sem er móðir einnar stúlkunnar.

Þá er einn til viðbótar slasaður eftir að hafa aðstoðað stúlkurnar og konuna við að komast út úr brennandi byggingunni. Var sá einnig fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús.

Stúlkurnar saman í herbergi

Klukkan 19.36 barst neyðarlínunni tilkynning um slysið. Var þá viðkomandi sem hringdi í miðjum klíðum við að reyna að koma stúlkunum og konunni út.

Lögreglan telur líklegt að stúlkurnar hafi allar verið í saman í einu herbergi og konan í öðru herbergi þegar sprengingin átti sér stað.

Talið er að eldfimt gas í herberginu hafi sprungið og valdið eldsvoðanum, að sögn David Buch, yfirmanns hjá lögreglunni á Norður-Sjálandi.

„Við fundum þurrsjampó-flöskur en hvort þær séu orsök sprengingarinnar er of snemmt að segja til um,“ sagði David.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert