Norðmenn tilbúnir að viðurkenna Palestínu sem ríki

Jonas Gahr Store, forsætisráðherra Noregs, og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, …
Jonas Gahr Store, forsætisráðherra Noregs, og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, héldu sameiginlegan blaðamannafund. AFP/Terje Pedersen

Norska ríkið er tilbúið til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 

Þetta sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, sem er nú á ferð um Pólland, Noreg og Írland til að leita stuðnings við viðurkenningu palestínsks ríkis. 

Noregsþing þegar samþykkt að viðurkenna sjálfstæði Palestínu

„Noregur er reiðubúinn að viðurkenna ríki Palestínu,“ sagði Støre á blaðamannafundinum og tók fram að slíkar ákvarðanir þyrfti að taka í náinni samvinnu við „þjóðir sem eru sama sinnis“.

„Við höfum ekki sett fram formlega tímaáætlun,“ bætti Støre við en Noregsþing samþykkti í nóvember tillögu ríkisstjórnarinnar um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki.

Þá stóðu Norðmenn fyrir friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna í upphafi tíunda áratugarins sem leiddu til Óslóarsamkomulagsins.

Fagnar samráði milli landa 

Þegar Sanchez tók til máls á fundinum útskýrði hann að Spánverjar væru skuldbundnir til að viðurkenna Palestínu sem ríki eins fljótt og auðið væri, eða þegar aðstæður væru við hæfi og þannig til fallnar að hafa sem jákvæðust áhrif á friðarferlið. 

Þá fangaði hann því að Sanchez hafi átt frumkvæði að því að hafa samráð um málið milli ríkjanna til að „efla samhæfingu“.

Sanchez hefur áður sagt að hann bindi vonir við að Spánn geti viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki í lok júní. Auk þess hefur hann ítrekað reitt Ísrael til reiði með hreinskiptnum ummælum sínum frá því að átökin milli Ísraels og Hamas hófust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert