14 ára drengur fannst myrtur

Ljósmynd/Ísraelska lögreglan

Benjamin Achmeir, 14 ára gamall Ísraeli, hefur verið leitað síðan í gær en fannst í dag myrtur á Vesturbakkanum. Hvarf hans olli mikilli reiði meðal Ísraelsmanna og gerðu sumir landnemar árás á palestínskt þorp í kjölfar fregna um hvarf hans.

„Ógeðfellt morð þessa drengs er alvarlegur glæpur,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í tilkynningu í dag.

Ísraelsk lögregluyfirvöld ásamt hundruð sjálfboðaliða leituðu að drengnum og fannst lík hans nálægt borginni Ramallah fyrr í dag.

Ísraelskar öryggissveitir og sjálfboðaliðar leituðu að drengnum þar til hann …
Ísraelskar öryggissveitir og sjálfboðaliðar leituðu að drengnum þar til hann fannst fyrr í dag látinn. AFP/Jaafar Ashtiyeh

Landnemar réðust á palestínskt þorp

Leitarhópur ísrealskra landnema gerði árás á þorp á Vesturbakkanum þar sem einn var myrtur, að sögn heilbrigðisráðuneytis Palestínu. 

Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, varaði við hefndarárásum landnema og sagði þeim að halda aftur af sér.

„Leyfið öryggissveitunum að bregðast skjótt við í leitinni að hryðjuverkamönnunum. Hefndaraðgerðir munu gera okkar mönnum erfitt fyrir í verkefni sínu, það má ekki gerast að fólk taki lögin í eigin hendur,“ sagði hann.

AFP segir frá 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert