Myndband: Stal bíl með 89 ára konu í farþegasætinu

David Stephenson hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir verknaðinn.
David Stephenson hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir verknaðinn. Skjáskot/Manchester Evening News

Lögreglan í Manchester í Bretlandi hefur birt myndbandsupptöku sem sýnir æsilega eftirför lögreglu og bíls sem hafði verið stolið skömmu áður. Eigandi bílsins var kona á miðjum aldri en níræð móðir hennar sat í farþegasætinu við hlið bílaþjófsins á meðan eftirför lögreglu stóð yfir.

Lögreglan hefur birt hljóðupptöku af því þegar hringt var í neyðarlínuna. Á upptökunni má heyra að dóttir gömlu konunnar hafði brugðið sér inn í búð en skilið bílinn eftir í gangi til að halda hita á honum. Hinn 51 árs gamli David Stephenson veitti því athygli að bíllinn væri í gangi og ákvað að stela honum. 

Fékk átta ára dóm 

Eftir nokkra eftirför náði lögregla að lokum að stöðva bifreiðina og handtók hún Stephenson á staðnum. Gömlu konunni varð hins vegar ekki meint af. Stephenson hefur nú verið fundinn sekur um mannrán, þjófnað á bifreiðinni, hættulegan akstur og akstur án réttinda. Fyrir ómakið fékk hann átta ára fangelsisdóm. 

BBC greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert