Áverkarnir reyndust skotsár

Ungur maður var fluttur undir læknishendur í Ósló í kvöld …
Ungur maður var fluttur undir læknishendur í Ósló í kvöld eftir að lögregla kom honum til aðstoðar á Bryn í austurhluta borgarinnar. Áverkar hans reyndust skotsár. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Táningsdrengur sem lögreglan í Ósló í Noregi kom til aðstoðar á Bryn í austurhluta borgarinnar í kvöld reyndist særður skotsárum þegar farið var að gera að meiðslum hans. Reyndust áverkar hans alvarlegir þótt ekki væru lífshættulegir.

Að sögn Erik Hestvik varðstjóra, sem ræddi við norska ríkisútvarpið NRK, lítur lögreglan málið mjög alvarlegum augum og stendur leit að árásarmanninum eða -mönnunum nú yfir auk þess sem lögregla ræðir við vitni á vettvangi.

NRK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert