Starfsemi hafin á flugvöllum að nýju í Íran

Frá Tehran í gær.
Frá Tehran í gær. AFP/Atta Kenare

Flugvellir í Íran opnuðu á ný í morgun eftir að hafa verið lokað um helgina.

IRNA-fréttamiðillinn greindi frá því í morgun að flug væri hafið á ný til Imam Khomeini-alþjóðaflugvallarins í Tehran og væri nú allt samkvæmt áætlun þar. Sömu sögu væri að segja af öðrum flugvöllum í landinu.

Flugferðum til Írans var aflýst á laugardagskvöld eftir að Íranir hófu fyrstu beinu árásir sínar á yfirráðasvæði Ísraels. Var árásin viðbragð við ólöglegri árás á ræðisskrifstofur Írans í Sýrlandi sem Íranir segja Ísraela bera ábyrgð á. 

Þá lokuðu nokkur nágrannaríki Írans lofthelgi sinni aðfaranótt sunnudags vegna árásarinnar, þar á meðal Jórdanía, Írak og Líbanon. Hafa ríkin nú opnað lofthelgina að nýju.

Flugfélög hafa mörg hver aflýst ferðum til Írans af ótta við hugsanlega hefndarárás Ísraela. Þar á meðal er þýska flugfélagið Lufthansa. Þá hafa flugfélög á borð við Qantas breytt flugleiðum sínum til að forðast lofthelgi Írans.

Yfirvöld í Ísrael hafa ekki gefið út hvernig þau ætli að bregðast við árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka