Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi

Robert Wood, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, réttir upp hönd …
Robert Wood, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, réttir upp hönd í atkvæðagreiðslunni í kvöld. AFP

Bandaríkjamenn beittu í kvöld neitunarvaldi gegn ályktun öryggisráðsins um fulla aðild Palestínumanna að Sameinuðu þjóðunum.

Drögin um ályktunina, sem Alsír kynnti, þar sem mælt var með því að Palestínuríki fengi fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum hlaut 12 atkvæði, tvö ríki sátu hjá en Bandaríkin greiddu atkvæði á móti en þau hafa neitunarvald í öryggisráðinu.

Palestína hefur verið með stöðu áheyrnarríkis frá árinu 2012 og hefur aðild að stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum.

Endurspeglar ekki andstöðu

„Þessi atkvæðagreiðsla endurspeglar ekki andstöðu við palestínskt ríki heldur er hún viðurkenning á því að hún muni aðeins koma frá beinum samningaviðræðum aðila. Bandaríkin halda áfram að styðja tveggja ríkja lausnina,“ sagði Robert Wood, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert