Tveir handteknir grunaðir um njósnir fyrir Kreml

Mennirnir tveir eru grunaðir um að hafa njósnað fyrir Rússland.
Mennirnir tveir eru grunaðir um að hafa njósnað fyrir Rússland. AFP/Christof Stache

Tveir hafa verið handteknir í Bavaria-héraði í suðurhluta Þýskalands grunaðir um að hafa stundað njósnir fyrir Kreml og skipulagt að grafa undan hernaðarstuðningi við Úkraínu.

Mennirnir tveir eru með sameiginlegan þýskan og rússneskan ríkisborgararétt. Eru þeir sagðir heita Dieter S. og Alexander J.

Þeir voru handteknir í borginni Bayreuth í gær, að sögn saksóknara.

Eru þeir sagðir hafa verið að leita uppi hugsanleg skotmörk fyrir árásir, þar á meðal aðstöðu sem bandaríski herinn hefur til afnota í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert