Níu úr sömu fjölskyldunni drepnir

Kona og barn á gangi í húsarústum í borginni Rafah …
Kona og barn á gangi í húsarústum í borginni Rafah í morgun eftir loftárásir Ísraela. AFP

Níu úr sömu palestínsku fjölskyldunni voru drepnir, þar á meðal sex börn, í loftárás Ísraela á borgina Rafah á suðurhluta Gasasvæðisins í nótt.

Yfirvöld varnarmála á Gasa greindu frá þessu.

Fimm barnanna voru á aldrinum eins til sjö ára, auk þess sem ein stúlka sem lést var 16 ára. Tvær konur og einn maður voru einnig á meðal þeirra sem fórust, samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu AL Najjar í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert