Auka hernaðarlegan þrýsting á Gasasvæðinu

Benjamín Netanjahú ætlar að auka þrýsting ísraelska hersins á Gasasvæðinu.
Benjamín Netanjahú ætlar að auka þrýsting ísraelska hersins á Gasasvæðinu. AFP/Ronen Zvulun

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að á næstu dögum muni Ísrael auka hernaðarlegan þrýsting á Gasasvæðinu.

„Á næstu dögum munum við auka hernaðarlegan og efnahagslegan þrýsting á Hamas vegna þess að það er eina leiðin til þess að frelsa gíslana okkar,“ sagði Netanjahú í tilkynningu.

Þrátt fyrir gagnrýni alþjóðasamfélagsins hefur forsætisráðherrann ítrekað sagt að herinn muni hefja árás landleiðis á borgina Rafah.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka