Einn fórst og sjö saknað eftir þyrluslys

Japönsk herþyrla um borð í herskipinu Hyuga í höfninni Harumi …
Japönsk herþyrla um borð í herskipinu Hyuga í höfninni Harumi í Tókíó, höfuðborg Japans. AFP/Toshifumi Kitamura

Einn fórst og sjö er saknað eftir að tvær japanskar herþyrlur virðast hafa rekist saman og brotlent í sjónum í gærkvöldi.

Japanskur embættismaður staðfesti að slysið hefði orðið og að einum hefði verið bjargað úr sjónum en síðar var hann úrskurðaður látinn.

Minoru Kihara, varnarmálaráðherra Japans, sagði björgunarsveitarmenn hafa séð brak í sjónum sem talið er að sé úr herþyrlunum tveimur.

Ekki er vitað um orsök slyssins að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka