Gæsluvarðhald í mánuð vegna sprengjuhótunar

Flugvöllurinn í Billund.
Flugvöllurinn í Billund.

Maður á fertugsaldri sem var handtekinn í gær grunaður um sprengjuhótun á flugvellinum í Billund í Danmörku hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. maí.

Dómstóll í borginni Horsens kvað upp úrskurðinn í morgun fyrir luktum dyrum, að því er DR greindi frá.

Nafn mannsins hefur ekki verið gert opinbert vegna rannsóknarhagsmuna.

Flugvöllurinn var opnaður á nýjan leik í gærkvöldi eftir að hann var rýmdur vegna hótunarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka