Myndir: Stærstu kosningar mannkynssögunnar

Beðið í röð eftir að fá að kjósa í Dugeli-þorpi …
Beðið í röð eftir að fá að kjósa í Dugeli-þorpi á Indlandi. AFP/Idrees Mohammed

Þingkosningarnar í Indlandi sem hófust á föstudaginn eru stærsta lýðræðislega framkvæmd mannkynssögunnar. 

Tæpur milljarður manns er á kjörskrá en tæplega eitt af hverjum átta mannsbörnum heimsins hefur kosningarétt. BBC greinir frá.

Kjósendur yfirgefa kjörstað eftir að hafa kosið í Dugeli-þorpi.
Kjósendur yfirgefa kjörstað eftir að hafa kosið í Dugeli-þorpi. AFP/Idrees Mohammed

Indland er fjölmennasta land heims en þar búa um 1,4 milljarðar manns. 969 milljónir þeirra hafa kosningarétt.

Maður kýs í Haridwar í Uthrakand á Indlandi á föstudaginn.
Maður kýs í Haridwar í Uthrakand á Indlandi á föstudaginn. AFP/Arun Sankar

Til að hafa kosningarétt í kosningunum þarf að vera indverskur ríkisborgari, 18 ára eða eldri og með gild kosningaskilríki. 

Þeir 13,4 milljónir Indverjar sem búa erlendis hafa einnig kosningarétt, en þeir þurfa þó að gera sér ferð heim til Indlands til þess að kjósa.

Konur sýna blek á fingrum sínum eftir að hafa kosið …
Konur sýna blek á fingrum sínum eftir að hafa kosið á föstudag. AFP/Dibyangshu Sarkar

Kosið á sjö dögum

Kosið er til fimm ára en forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, leitast eftir að halda stöðu sinni þriðja kjörtímabilið í röð.

Kosningarnar eiga sér stað á mismunandi stöðum á sjö mismunandi kosningadögum. Kosið var 19. apríl, svo verður kosið 26. apríl, 7. maí, 13. maí, 20. maí, 25. maí og 1. júní. Niðurstöðurnar verða kynntar 4. júní.

AFP/Idrees Mohammed
AFP/Sajjad Hussain
AFP/Dibyangshu Sarkar
AFP/Himanshu Sharma
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert