Ísraelskur hershöfðingi segir af sér

Ísraelskur hermaður á Gasasvæðinu.
Ísraelskur hermaður á Gasasvæðinu. AFP/Ronaldo Schemidt

Hershöfðingi hjá Ísraelsher hefur sagt af sér vegna mistaka sem leiddu til árásar Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október á síðasta ári.

„Aharon Haliva hershöfðingi, í samstarfi við starfsmannastjóra, hefur óskað eftir því að hætta störfum vegna ábyrgðar sem yfirmaður leyniþjónustu áður en atburðirnir 7. október áttu sér stað,” sagði Ísraelsher í yfirlýsingu.

Haliva mun hætta störfum um leið og eftirmaður hans hefur verið fundinn.

Alls voru 1.170 Ísraelar og útlendingar, flestir almennir borgarar, drepnir í árásinni, samkvæmt opinberum ísraelskum tölum. Fjöldi gísla var einnig tekinn höndum. 

Síðan þá hafa um 34.900 manns verið drepnir á Gasasvæðinu í hernaði Ísraela gegn Hamas, samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins á Gasasvæðinu sem er rekið af Hamas. Konur og börn eru þar í meirihluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert