Spennusaga sagði fyrir um árás Hamas

Mishka Ben-David í húsi sínu í Ramat Raziel í Ísrael. …
Mishka Ben-David í húsi sínu í Ramat Raziel í Ísrael. Hann skrifaði spennusögu þar sem atburðarásinni svipar til atburða síðustu mánaða. AFP

Vopnaðir Hamas-liðar gera árás á samyrkjubú í Ísrael skammt frá landamærum Gasasvæðisins. Ísraelsmenn bregðast við með hernaðaraðgerðum sem Íranar blandast í og gera flugskeytaárás á Ísrael sem svarar í sömu mynt.

Þetta er atburðarás síðasta hálfa ársins við botn Miðjarðarhafs og í Mið-Austurlöndum í hnotskurn en þetta er einnig söguþráður spennusögu sem nefnist Hákarlinn og fyrrverandi starfsmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Mishka Ben-David, sendi frá sér fyrir sjö árum

Ben-David, sem er 72 ára að aldri, tekur undir það í samtali við AFP-fréttastofuna að staðan nú sé ekki ólík því sem hann sá fyrir sér þegar hann skrifaði bókina.

Í upphafi bókarinnar ráðast Hamas-liðar á samyrkjubúið Kfar Aza í suðurhluta Ísraels. Sjö árum eftir að bókin kom út, 7. október sl., gerðu Hamas-liðar árás á þetta samyrkjubú og drápu tugi manna.

Ben-David sagðist hafa heimsótt samyrkjubú meðfram Gasasvæðinu þegar hann var að undirbúa bókarskrifin og hugsað: Hver væri heppilegasti staðurinn fyrir Hamas að ráðast á. „Mér fannst (Kfar Aza) ekki nægilega vel varið ef slíkir atburðir gerðust,“ segir hann.

AFP

Misheppnuð morðtilraun

Ben-David, sem starfaði í Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni, í 12 ár, þekkir vel að upplýsingaöflun hersins eða leyniþjónustunnar getur brugðist.

Árið 1997 tók hann þátt í misheppnaðri tilraun til að ráða Khaled Meshaal, þáverandi pólitískan leiðtoga Hamas-samtakanna, af dögum í Jórdaníu.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert