Myndskeið: Biden skorar á Trump

Forsetaframbjóðendurnir tveir hafa báðir sagst vera til í kappræður fyrir …
Forsetaframbjóðendurnir tveir hafa báðir sagst vera til í kappræður fyrir forsetakosningarnar í nóvember. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skorað á mótherja sinn og fyrirrennara, Donald Trump, að mæta sér í kappræðum fyrir forsetakosningar sem haldnar verða í nóvember.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetaframbjóðendurnir tveir segjast vera tilbúnir í kappræður en í þetta sinn skorar forsetinn á Trump í sérstakri yfirlýsingu á X.

Í myndskeiðinu segir hann að Trump hafi tapað tveimur kappræðum gegn honum síðast þegar þeir kepptust um forsetaembættið árið 2020. Hann sé til í aðrar tvær kappræður gegn honum fyrir kosningarnar í ár.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert