Frambjóðandi og fimm aðrir myrtir

Mexíkóska lögreglan að störfum.
Mexíkóska lögreglan að störfum. AFP

Frambjóðandi í embætti borgarstjóra og fimm aðrir voru skotnir til bana við borgina Concorida í Suður-Mexíkó í gær.

Átök á milli vopnaðra einstaklinga brutust út eftir viðburð frambjóðandans í bænum og var bifreið frambjóðanda stöðvuð við bensínstöð á þjóðveginum.

Hinir látnu eru frambjóðandinn Lucero Lopez Maza, þrír karlmenn og tvær konur, þar af ein undir lögaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert