Setja ný viðmið um kraftaverk

Ný viðmið frá Vatíkaninu um kraftaverk hafa litið dagsins ljós. …
Ný viðmið frá Vatíkaninu um kraftaverk hafa litið dagsins ljós. Með regluverkinu hafa prestar skýrari ramma til að vinna eftir ef til þeirra leitar fólk sem telur sig hafa upplifað guðlega atburði. AFP

Vatíkanið hefur skerpt á reglum og viðmiðum er varða rannsóknir á kraftaverkum og yfirnáttúrulegum atburðum sem fólk kann að upplifa. Svo sem að sjá Jesú Krist eða Maríu mey birtast.

Þessi viðmið koma í kjölfar margra frásagna af meintum kraftaverkum í tengslum við styttu af Maríu mey, þar sem því var haldið fram að hún hafi töfrað fram óskir manna á margslunginn hátt.

Victor Manuel Fernandez, sem starfar innan Vatíkansins, segir það koma fyrir að fólk blandi saman hugsanlegum guðlegum atburðum við eigin hugsanir og fantasíur, svo að úr verði eitthvað sem ekki gerðist í raun.

Getur verið óvirðing gagnvart trúnni

Ofvirkt ímyndunarafl og beinar lygar í auknum mæli, séu óvirðing gagnvart trúnni og skaðleg þeim sem bera virðingu fyrir henni.

Nýju viðmiðin sem samþykkt voru af páfanum eiga að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir verði túlkaðir sem kraftaverk eða taldir yfirnáttúrulegir. 

Þannig munu prestar hafa ítarlegri vinnureglur, ef til þeirra leitar fólk sem telur sig hafa upplifað guðlegan atburð.

Hingað til hafa þeir haft nokkuð frjálsar hendur í að meta slíka atburði, en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1978 sem regluverkinu er breytt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert