Að minnsta kosti 20 látnir

Frá Al-Nuseirat flóttamannabúðunum á Gasa.
Frá Al-Nuseirat flóttamannabúðunum á Gasa. AFP

Talsmenn sjúkrahúss á Gasa greina frá því að að minnsta kosti 20 manns hafi látist í loftárás Ísraelshers á hús í Al-Nuseirat-flóttamannabúðunum í nótt. 

Vitni segja að árásin hafi átt sér stað klukkan þrjú í nótt á staðartíma. Ísraelski herinn sagðist vera skoða atvikið.

Palestínski fjölmiðillinn Wafa greindi frá því að fjöldi hafi særst í árásinni, þar á meðal börn. Enn er leitað að særðum undir rústum hússins. 

Uppfært 9:40:

Yfirvöld á Gasa greina frá því að að minnsta kosti 31 hafi látist og 20 særst í árásinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert