Tveir látnir eftir árekstur á Dóná

Fimm er enn saknað eftir árekstur á Dóná í Ungverjalandi. …
Fimm er enn saknað eftir árekstur á Dóná í Ungverjalandi. Mynd úr safni.

Björgunaraðgerðir standa nú yfir á Dóná í Ungverjalandi eftir að skemmtiferðaskip og vélbátur skullu saman á ánni. Tveir eru látnir eftir áreksturinn og fimm er saknað. 

Í gærkvöldi fannst maður nærri bænum Veroce með höfuðsár sem blæddi úr. Maðurinn var talinn tengjast árekstrinum og fyrir vikið fór lögregla á vettvang. 

Tildrög slyssins enn óljós

Nærri ánni fundust lík konu og karls og tjónaður lítil vélbátur. Átta voru um borð í bátnum og er fimm þeirra enn saknað. Þrír karlar og tvær konur. 

Yfirvöld telja að skemmtiferðaskip nærri vélarbátum hafi átt hlut í árekstrinum og við nánari skoðun fundust skemmdir á skipinu. 

Tildrög slyssins eru enn óljós en það er rannsakað sem sakamál.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert