Ákærður fyrir að aðstoða rússnesku leyniþjónustuna

Lögreglan telur ekki að almenningi standi nokkur ógn af þessu …
Lögreglan telur ekki að almenningi standi nokkur ógn af þessu máli. AFP

Breskur maður var í dag ákærður fyrir að aðstoða leyniþjónustu Rússlands. Maðurinn er sagður hafa viðkvæmar upplýsingar um þingmann.

Hinn 64 ára Howard Michael Phillips var á fimmtudag ákærður fyrir brot gegn 3. grein þjóðaröryggislaga Bretlands, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæði Lundúna.

Philips mætti fyrir dómstól í Lundúnum síðdegis í dag og tók til máls til að staðfesta heimilisfang sitt og fæðingardag. Breska dagblaðið Guardian greinir frá.

Sagður í samskiptum við erlend öfl

Saksóknarinn Mark Luckett sagði að Phillips hefði verið í samskiptum við einhverja „sem hann taldi vera erlend öfl“ og hefði haft viðkvæmar upplýsingar um þingmann.

Að sögn lögreglu var Phillips handtekinn í miðborg Lundúna 16. maí og ákærður viku síðar. Hann mætir fyrir dóm þann 14. júní. 

Ákæran er hluti rannsókn á meintum brotum gegn hryðjuverkalöggjöf, að sögn lögreglunnar, sem bendir á að landið sem ákæran tengdist sé Rússland.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir m.a.: „Handtakan tengist ekki öðrum nýlegum ákærum eða rannsóknum sem tengjast brotum þjóðaröryggislöggjöfinni og ekki er talið að almenningi standi nokkur ógn af þessu máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert