Fjórir látnir eftir að hús hrundi á Mallorca

Slökkviliðsmenn þurftu að nota krana til að bjarga fólki undan …
Slökkviliðsmenn þurftu að nota krana til að bjarga fólki undan rústunum. AFP

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og um 30 slasaðir eftir að þak tveggja hæða húss hrundi á eyjunni Mallorca austur af Spáni. Slysið átti sér stað á vinsæla ferðamannasvæðinu Playa de Palma.

Viðbragðsaðilar voru kallaðir til um kl. 20.30 að staðartíma, 18.30 að íslenskum. Sjónarvottar segja að þak á vinsælum veitingastað hafi hrunið, enn er óvíst hvers vegna, að því er Majorca Daily Bulletin greinir frá.

Frá vettvangi á Playa de Palma.
Frá vettvangi á Playa de Palma. AFP

Spænska dagblaðið Diario de Mallorca greinir frá því að allir tiltækir viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir út. Miðillinn segir að hið minnsta fjórir hafi látið lífið og hátt í 30 slasast.

Dagblaðið segir að hátt í þúsund manns hafi safnast til að fylgjast með aðgerðunum, auk þess sem að borgarstjórinn í Palma mætti á vettvang til að ræða við viðbragðsaðila.

Frá vettvangi á Playa de Palma.
Frá vettvangi á Playa de Palma. AFP
AFP
Allir tiltækir viðbragðsaðilar voru kallaðir til.
Allir tiltækir viðbragðsaðilar voru kallaðir til. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert