Haley lýsir yfir stuðningi við Trump

Samsett mynd af Trump og Haley.
Samsett mynd af Trump og Haley. AFP/Eduardo Munoz Alvarez og Christian Monterrosa

Forsetaframbjóðandinn fyrrverandi, Nikki Haley, segist ætla að kjósa Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum í haust.

Hún segir þó að Trump þurfi að leggja sig fram ef hann ætlar að vinna fylgjendur hennar á sitt band. 

Haley, sem er 52 ára og fyrrverandi ríkisstjóri í Suður-Karólínu, hætti við forsetaframboð sitt í mars eftir slakt gengi.

Haley og Trump í Hvíta húsinu árið 2018.
Haley og Trump í Hvíta húsinu árið 2018. AFP/Olivier Douliery

Hún hefur hingað til ekkert tjáð sig um mögulegan stuðning við manninn sem kallaði hana ítrekað „fuglaheilann” þegar hún var í framboði.  

„Það væri skynsamlegt af Trump að reyna að ná til þeirra milljóna manna sem greiddu mér atkvæði og halda áfram að styðja við bakið á mér í stað þess að gera ráð fyrir að þau verði sjálfkrafa á hans bandi. Og ég vona innilega að hann geri það,” sagði Haley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert