Refsa fyrir vörslu þungunarrofslyfja

Mike Johnson, þingmaður Repúblikana í Louisiana.
Mike Johnson, þingmaður Repúblikana í Louisiana. AFP/Drew Angerer

Þingmenn repúblikana í Louisina-fylki í suðurhluta Bandaríkjanna samþykktu í gær frumvarp sem heimilar refsingu fyrir vörslu þungunarrofslyfja án lyfseðils.

Verði einstaklingur uppvís að því að vörslu lyfsins án lyfseðils má sá hinn sami búast við að þurfa að sæta fangelsisvist í fimm ár og greiða 5.000 dollara sekt, eða sem nemur 700 þúsund íslenskum krónum.

Hitamál í komandi kosningum

Gert er ráð fyrir að réttur kvenna til þungunarrofs verði mikið hitamál í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum.  

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, gagnrýndi lögin á samfélagsmiðlinum X.

„Höfum eitt á hreinu: Donald Trump gerði þetta,“ sagði Harris í færslu sinni. Harris hefur nýlega gagnrýnt Trump sem hefur oft státað sig af því að hafa ráðið hæstaréttardómarana sem snéru við Roe gegn Wade-dómnum.

Ólöglegt í 20 ríkjum 

20 ríki í Bandaríkjunum hafa bannað eða takmarkað aðgang til þungunarrofs síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við Roe gegn Wade.

Þungunarrof er ólöglegt í Louisiana, nema í undantekningartilvikum þar sem líf móður eða fósturs er í hættu, eða það komi í ljós að fóstrinu sé ekki hugað líf utan móðurkviðs.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert