Ísraelsher fann lík þriggja gísla

Ísraelskur hermaður.
Ísraelskur hermaður. AFP/Jack Guez

Ísraelsher segist hafa fundið lík þriggja gísla í hernaðaraðgerð í borginni Jabalia á Gasasvæðinu í nótt.

Gíslarnir hétu Chanan Yablonka frá Ísrael, Michel Nisenbaum, sem var með brasilískt- og ísraelskt ríkisfang og Orion Hernandez Radoux sem var með franskt og mexíkóskt ríkisfang.

Fjölskyldur þeirra voru látnar vita eftir að borin höfðu verið kennsl á líkin, að sögn Ísraelshers.

Mennirnir þrír voru á meðal 252 gísla sem voru teknir höndum af byssumönnum Hamas-samtakanna sem réðust á Ísrael 7. október í fyrra og drápu þar um 1.200 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert