Reisa drónavegg við Rússland

Veggurinn mun teygja sig frá Noregi til Póllands. Mynd úr …
Veggurinn mun teygja sig frá Noregi til Póllands. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Þjóðir Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem eiga landamæri að Rússlandi hafa tekið saman höndum um að reisa „drónavegg“ meðfram landamærunum. 

Agnes Bilotaite, innanríkisráðherra Litháens, tilkynnti áformin eftir fund ráðherra frá Eistlandi, Lettlandi, Finnlandi, Noregi og Póllandi. 

Markmiðið með veggnum er að tryggja og vernda landamæri NATO-þjóðanna gegn Rússlandi. 

Teygir sig frá Noregi til Póllands. 

„Þetta er nýtt fyrirbæri, drónaveggur sem teygir sig frá Noregi til Póllands, ætlunin er að nýta dróna og frekari tæki til þess að vernda landamærin okkar,“ sagði Bilotaite og enn fremur: 

„Við erum þannig ekki einungis að nýta okkur áþreifanlega innviði og eftirlit, heldur einnig dróna og frekari tæki og tól, sem gerir okkur kleift að varnast ógn frá óvinveittum þjóðum og til þess að sporna gegn smygli.“

Bilotaite sagði ekki til um hvenær áætlað væri að reisa drónavegginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert