Stakk átta manns til bana

Maður drap átta manns og særði einn með hnífi í …
Maður drap átta manns og særði einn með hnífi í miðhluta Kína í gær. Ljósmynd/Colourbox

Maður drap átta manns og særði einn með hnífi í miðhluta Kína að því er ríkisfjölmiðlar greina frá í dag og vitna í yfirvöld.

Hnífstungurnar áttu sér stað í gær í borginni Xiaogan í Hubei-héraði, að sögn kínverska ríkisútvarpsins, CCTV.

Hinn 53 ára gamli árásarmaður hafði áður verið meðhöndlaður vegna geðsjúkdóma. Hann er í haldi lögreglu sem rannsakar árásina. Meiðsl hins slasaða eru ekki lífshættuleg, að sögn ríkisfréttastofunnar Xinhua.

Fjöldaofbeldisglæpir eru tiltölulega sjaldgæfir í Kína, sem bannar borgurum stranglega að eiga skotvopn, en mikið hefur verið um hnífstungur undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert