Útskrifaður af sjúkrahúsi eftir mótorhjólaslys

Petr Pavel ásamt Evu eiginkonu sinni.
Petr Pavel ásamt Evu eiginkonu sinni. AFP/Michal Cizek

Petr Pavel, forseti Tékklands, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið þar inni í nótt vegna mótorhjólaslyss.

Skrifstofa forsetans greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum X.

Pavel, sem er 62 ára og hefur verið forseti í rúmt ár, hlaut minniháttar meiðsli eftir að hann lenti í óhappi á æfingabraut á mótorhjóli sínu í gær.

Slysið mun ekki hafa áhrif á embættisskyldur hans í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert