Fjöldi barna fórust í eldsvoða á Indlandi

Frá brunanum í Indlandi í dag.
Frá brunanum í Indlandi í dag. AFP

Að minnsta kosti 24 létu lífið, flest börn, þegar eldur kom upp í spilasal í skemmtigarði á Indlandi i dag.

Prabhav Joshi, héraðsstjórií Rajkot í Gujarat-fylki í vesturhluta landsins, sagði í samtali við AFP-fréttaveituna að 24 hefðu farist í brunanum, aðallega börn, og á annan tugur hafi verið fluttur á sjúkrahús.

Hann segir að lögreglan hafi handtekið fjóra einstaklinga sem tengjast spilasalnum og er með þá til yfirheyrslu.

„Fólk festist þegar bráðabirgðamannvirki í aðstöðunni hrundi nálægt innganginum sem gerði fólkinu erfitt fyrir að komast út,“ sagði Ilesh Kher, slökkviliðsstjóri í Rajkot við fréttamenn.

Yfir 300 manns voru í tveggja hæða byggingunni þegar eldurinn kom upp og breiddist hann hratt út þar sem mikið var af eldfimu efni í byggingunni.

Björgunarmenn að störfum.
Björgunarmenn að störfum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert