Leitað að manni sem stakk konu til bana

Manor Steps-strönd í Bournemouth í Bretlandi. Mynd er úr safni.
Manor Steps-strönd í Bournemouth í Bretlandi. Mynd er úr safni. Ljósmynd/Alwyn Ladell

Breska lögreglan leitar nú að manni sem stakk konu til bana á strönd í Bournemouth í gærkvöldi. 

BBC greinir frá því að 34 ára kona lést og 38 ára gömul kona var flutt alvarlega særð á sjúkrahús. Konurnar voru báðar frá bænum Poole. 

Árásin átti sér stað stuttu fyrir miðnætti á Durley Chine-strönd. 

Lögreglan rannsakar nú málið og leitar að vitnum að árásinni. Enginn hefur verið handtekinn en leit lögreglu á svæðinu stendur nú yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert