Að minnsta kosti 670 látnir eftir aurskriður

Viðbragðsaðilar leita enn að fólki.
Viðbragðsaðilar leita enn að fólki. AFP

Að minnsta kosti 670 manns eru taldir hafa látist eftir aurskriður í Papúa Nýju-Gíneu, að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í ríkinu. 

Að minnsta kosti 150 hús eyðilögðust að sögn Serhan Aktoprak, talsmanns SÞ.

„Ástandið er skelfilegt þar sem jarðvegurinn er enn óstöðugur. Vatn rennur og það er að skapa gríðarlega hættu fyrir alla,“ sagði hann. 

Aurskriðurnar mynduðust snemma á föstudagsmorgun í Enga-héraði. Fjöldi fólks lést er það var sofandi á heimilum sínum. 

Hús eyðilögðust.
Hús eyðilögðust. AFP

Um þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín, og þá hafa matjurtargarðar og vatnsbirgðir á svæðinu gjöreyðilagst. 

Björgunaraðgerðir eru enn í gangi, en miklar rigningar gera viðbragðsaðilum erfitt fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert