Hamas gerir árás á Tel Avív

Frá landamærunum við Rafah.
Frá landamærunum við Rafah. Ljósmynd/Ísraelski herinn

Hryðjuverkasamtökin Hamas hafa skotið eldflaugum á ísraelsku borgina Tel Avív. Viðvörunarflautur heyrast í borginni í fyrsta sinn í marga mánuði. 

Ísraelsher greinir frá því að að minnsta kosti átta eldflaugum hafi verið skotið frá borginni Rafah í suðurhluta Gasa. 

Fréttaritari AFP á Gasa segist hafa séð eldflaugarnar fara frá Rafha og að ísraelskar loftvarnir hafi skotið einhverjar niður. 

Frá flóttamannabúðum í Rafah. Eldflaugunum var skotið frá borginni.
Frá flóttamannabúðum í Rafah. Eldflaugunum var skotið frá borginni. AFP

Hamas hefur staðfest að árás hafi verið gerð. 

Í færslu á Telegram sagði að árásin á borgina hefði verið gerð sem svar við „fjöldamorðum síonista á almennum borgurum“.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert