Sex fórust í hvirfilbyl

Í það minnsta sex mann fórust þegar öflugur skýstrókur reið …
Í það minnsta sex mann fórust þegar öflugur skýstrókur reið yfir Texas. Ljósmynd/Wikipedia.org

Í það minnsta sex manns fórust þegar öflugur skýstrókur reið yfir Texas og norðvestur Arkansans í Bandaríkjunum í nótt.

Börn voru meðal hinna látnu í Cooke-sýslu í Texas, sagði Ray Sappington sýslumaður, við fréttamenn. Að minnsta kosti tveggja barna er einnig saknað, sagði hann. Fleiri en 60 manns slösuðust en óttast er að fleiri hafi látist í náttúruhamförunum.

Óveðrið hefur valdið verulegu tjóni á fjölmörgum heimilum og fyrirtækjum að sögn sýslumannsins í Texas en björgunarmenn hafa í morgun leitað af týndu fólki og veita aðstoð til þeirra sem þurfa á henni að halda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert