Tólf slasaðir eftir ókyrrð í lofti

12 manns slösuðust í flugi hjá Qatar Airways.
12 manns slösuðust í flugi hjá Qatar Airways. AFP

Tólf manns slösuðust í flugvél Qatar Airways eftir mikla ókyrrð í lofti. Flugvélin lenti örugglega á flugvelli í Dyflinn í Írlandi klukkan 12 að íslenskum tíma í dag.

Flugið var á leið frá Doha í Katar og þegar vélin flaug yfir Tyrkland þá myndaðist mikil ókyrrð. 

Sex farþegar slösuðust vegna ókyrrðarinnar, auk sex áhafnarmanna.

Á flugvellinum í Dyflinn voru viðbragðsaðilar klárir þegar vélin lenti í hádeginu til þess að hlúa að þeim slösuðu.

Aðeins vika er liðin síðan að einn farþegi lést og meira en 100 manns slösuðust þegar flug­vél Singapore Airlines af gerðinni Boeing 777 féll 1.800 metra á nokkr­um mín­út­um í flugi frá Lundúnum til Singa­púr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert