Týndu listaverkin komin í leitirnar

Til vinstri má sjá verkið eftir Dirck de Bray en …
Til vinstri má sjá verkið eftir Dirck de Bray en til hægri eftir Robert van den Hoecke. Bæði verkin eru frá 17. öld. Samsett mynd

Listaverkin sem Kunsthaus-listasafnið í Sviss hefur leitað að í tæp tvö ár eru komin í leitirnar. Ekki var hægt að veita upplýsingar um hvar eða hvernig listaverkin fundust, vegna þess að málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu.

Talsmenn listasafnsins sögðu að listaverkin hefðu fundist í góðu ástandi.

Um er að ræða tvö listaverk frá 17. öld. Annað þeirra er eftir flæmska listamanninn Robert van der Hoecke og hitt er eftir hollenska listamanninn Dirick de Bray.

Kunsthaus-safnið hefur leitað að málverkunum síðan í ágúst í fyrir tveimur árum. Þá töldu talsmenn safnsins þau hafa horfið þegar flytja þurfti nokkur listaverk til vegna lítilsháttar bruna í húsi safnsins.

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir á safninu síðan það kom í ljós að listaverkunum hafi verið stolið en án árangurs. Málið var svo tilkynnt til lögreglu í janúar í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert