Bálreiður og kallar eftir vopnahléi

Macron kallar eftir vopnahléi í Palestínu.
Macron kallar eftir vopnahléi í Palestínu. AFP/Lewis Joly

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist vera bálreiður vegna árása Ísraelshers á borgina Rafah á Gasasvæðinu með tilheyrandi mannfalli.

Forsetinn kallar eftir tafarlausu vopnahléi og virðingu fyrir alþjóðlegum lögum, á samfélagsmiðlinum X.

Hann segir engin örugg svæði lengur vera til staðar í Rafah fyrir almenna borgara Palestínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert