Eldsneyti uppselt vegna verkfalls

Samningaviðræður verkfallsaðila hafa ekki borið árangur og bendir fátt sem …
Samningaviðræður verkfallsaðila hafa ekki borið árangur og bendir fátt sem ekkert til þess að samningar séu í augnsýn í Færeyjum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta hefur áhrif á allt,“ segir Baldvin Harðarson, íbúi í Þórshöfn, spurður hvort verkföllin í Færeyjum hafi áhrif á hans daglega líf.

Verkafólk þarlendis hefur verið í verkfalli frá 11. maí eða í rúmar tvær vikur. Félagsmenn í Føroya arbeiðarafelagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi lögðu niður vinnu 11. maí.

„Það er næstum því á hverjum degi sem einhverjum skóla er lokað,“ segir Baldvin. Skýringin sé sú að vegna verkfallsins hafi ekki verið hægt að þrífa skólana. Hann segir að nánast allt verkafólk í Færeyjum sé í verkfalli.

„Það eru margir metrar af tómum hillum í matvöruverslunum,“ segir Baldvin aðspurður. Nánast alls staðar sé eldsneyti uppselt hvort sem það er bensín eða díselolía.

Þingið grípur ekki inn í

„Skip sigla bara fram hjá, eins og til dæmis frá Eimskip og Samskipum. Þú getur ekki bundið skip við bryggju einu sinni,“ segir Baldvin. Hafnarstarfsmenn séu ein af þeim stéttum sem eru í verkfalli.

Baldvin segir að framleiðsla á mjólk hafi fengið undanþágu frá verkfallinu.

Spurður hvort ekki fari að sjá fyrir endann á verkföllunum svarar Baldvin því neitandi. „Það kom tillaga fram í síðustu viku og þeir höfnuðu því.“

Baldvin segir að engar umræður séu um að þingið ætli að grípa inn í með lagasetningu. „Þetta verður nokkuð erfitt reikna ég með.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert