Tvær blóðugar konur á Frogner

Lögreglan í Ósló leitar manns eftir árás á tvær konur …
Lögreglan í Ósló leitar manns eftir árás á tvær konur á Frogner. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Lögreglan í Ósló leitar nafngreinds árásarmanns eftir árás á tvær konur á Frogner þar í borginni nú í morgun. Hringdi vegfarandi þar í lögreglu upp úr klukkan níu að norskum tíma og tilkynnti um blóðuga konu á gangstétt og er lögregla kom á vettvang gat annar veitt henni upplýsingar um að önnur kona lægi í bóði sínu í íbúð skammt frá.

Í íbúðinni kom lögregla að konu með áverka eftir eggvopn og hóf fljótlega leit að manni sem grunur féll á eftir að konurnanr höfðu veitt lögreglumönnum upplýsingar. Þetta segir Thomas Broberg, stjórnandi á vettvangi, við norska ríkisútvarpið NRK.

Konurnar eru ekki alvarlega sárar og segir lögregla þær og þann, sem leitað er, tengjast. „Við erum með nafn sem við byggjum leitina á en annars er of snemmt að segja nokkuð svo óyggjandi sé,“ segir vettvangsstjórinn.

Lögregla yfirheyrir nú vitni á svæðinu samtímis því sem mannsins er leitað.

NRK

VG

Nettavisen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert