Bandaríkjamenn ætla ekki að horfa í hina áttina

John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna.
John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. AFP

Ekki er að vænta ekki breytinga á stuðningi forseta Bandaríkjanna við Ísrael þrátt fyrir hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins við skot- og sprengjuárásum á Rafah og mannfall almennra borgara.

„Þetta þýðir ekki að við veljum að horfa í hina áttina,“ sagði John Kirby, talsmaður þjóðöryggisráðs Bandaríkjanna er spurður um hve mörg mannsföll þyrfti til að Bandaríkjamenn láti af stuðningi við Ísrael.

Refsiaðgerðir gegn dómstólnun ekki rétt skref

„Við teljum það ekki rétt skref að beita refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamálsdómstólnum,“ segir Kirby í svari við yfirlýsingum repúblikana á þinginu sem ætla beita sér gegn handtökuskipun alþjóðlega sakamáladómstólnum á hendur Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert