Féll niður 120 metra gljúfur

Drengurinn er sagður heppinn að vera á lífi.
Drengurinn er sagður heppinn að vera á lífi. Ljósmynd/Mason County Sheriff's Office

Nítján ára drengur í Washington-ríki í Bandaríkjunum er sagður heppinn að vera á lífi eftir að hann féll niður 120 metra með fram brún gljúfurs nú á dögunum.

BBC greinir frá því að drengurinn hafi verið við göngu á svæði, nærri Skokomish á, sem sé talið of bratt til þess að ganga á örugglega, en margir noti slóð sem hafi myndast á svæðinu, sem göngustíg.

Yfirvöld á svæðinu eru sögð hafa varað fólk oft við því að vera á svæðinu en þau fyrirmæli séu ítrekað hundsuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert