Fyrrverandi leyniþjónustumaður verður forsætisráðherra

Dick Schoof, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar.
Dick Schoof, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar. AFP

Meirihlutaflokkarnir á hollenska þinginu hafa tilnefnt Dick Schoof til þess að taka við embætti forsætisráðherra af Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra.

Dick Schoof er ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins og fyrrverandi yfirmaður hollensku leyniþjónustunnar. Hann hefur áratuga reynslu úr öryggis- og varnarmálum. 

Erfiðlega hefur gengið fyrir meirihlutaflokkana á hollenska þinginu að sammælast um nýjan forsætisráðherra, en kosningar fóru fram í lok síðasta árs og bar Frelsisflokkur Gert Vilders sigur úr býtum.

Innflytjendamál í brennidepli

Óróleiki vegna harðlínustefnu Vilders kom þó að lokum í veg fyrir að hann tryggði sér embættið en hann hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við Schoof.

Áherslur meirihlutaflokkanna liggja í öryggis- og landbúnaðarmálum en innflytjendamál hafa sérstaklega verið í brennidepli. Hefur Schoof heitið því að stíga þar fastar til jarðar heldur en fráfarandi ríkisstjórn hefur gert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert