Komust loks með hjálpargögn

Palestínumenn flytja lík á Al-Ahli sjúkrahúsið skammt frá Gasaborg.
Palestínumenn flytja lík á Al-Ahli sjúkrahúsið skammt frá Gasaborg. AFP

Teymi á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) kom á mánudag til norðurhluta Gasasvæðisins með hjálpargögn í fyrsta sinn í meira en tvær vikur, að sögn Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra stofnunarinnar.

Teymið afhenti eldsneyti, spítalarúm, lyf og önnur sjúkragögn.

„Þrátt fyrir að hörð stríðsátök geisi tókst WHO og samstarfsmönnum að komast að Al-Ahli sjúkrahúsinu í Gasaborg. Fyrsti leiðangurinn til norðurhluta strandarinnar síðan 13. maí,“ kom fram í tísti Tedros.

Sagði hann birgðirnar eiga að duga fyrir 1.500 manns en tók þó fram að 

Þjónusta umfram getu

„Al-Ahli sjúkrahúsið er að þjónusta tvöfalt fleiri sjúklinga en það ræður við, skortir nauðsynleg sjúkragögn og fjármagn til að borga starfsfólki laun,“ sagði í tístinu.

„Ekki er unnt að framkvæma skurðaðgerðir til að bjarga lífum fólks á kvöldin vegna skorts á sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki.“

Sagði Tedros WHO vera að vinna að því að senda neyðarheilbrigðisteymi á vettvang.

Erfitt að afhenda hjálpargögn

Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til Gasa vegna loftárása Ísraelshers undanfarna mánuði.

Skortir teymum með hjálpargögn oft eldsneyti til að komast á leiðarenda auk þess sem vegakerfið er illa á sig komið sökum sprenginga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert