Þrír létust eftir að reipi gaf sig

Slysið átti sér stað nálægt landamærum Sviss. Myndin er úr …
Slysið átti sér stað nálægt landamærum Sviss. Myndin er úr safni. AFP/Gabriel Monnet

Þrír fjallabjörgunarmenn létust við björgunaræfingar á Ítalíu í dag eftir að reipi sem þeir notuðu til klifurs gaf sig.

Mennirnir voru þjálfaðir hermenn og tilheyrðu deild sem sérhæfir sig í björgunaraðgerðum í Alpafjöllunum. Voru þeir við æfingar í héraðinu Val Masino, rétt utan við svissnesku landamærin, þegar slysið átti sér stað. 

Tvær þyrlur voru sendar til að reyna að bjarga mönnunum en samkvæmt heimildum AFP létust mennirnir samstundis.

Ítalska þingið minntist fjallabjörgunarmannanna með einnar mínútu þögn í dag og sagðist efnahagsráðherra Ítalíu, Giancarlo Giorgetti, finna fyrir sársaukanum sem fjölskyldur mannanna upplifðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert