Finnland rýmkar áfengislög landsins

Ríkisstjórn Pettari Orpo, forsætisráðherra Finnlands, lofaði að endurskoða áfengisstefnu Finnlands …
Ríkisstjórn Pettari Orpo, forsætisráðherra Finnlands, lofaði að endurskoða áfengisstefnu Finnlands á ábyrgan hátt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Matvöruverslanir og stórmarkaðir í Finnlandi hófu í dag að selja drykki með allt að 8% áfengisstyrk í kjölfari þess að ný áfengislög tóku gildi. Áður fyrr var hámarks áfengisinnihald drykkja sem seldir voru í matvöruverslunum 5,5%. 

Ríkisstjórn Pettari Orpo, forsætisráðherra Finnlands, lofaði að endurskoða áfengisstefnu Finnlands á ábyrgan hátt og samræma hana við áfengisstefnur annarra Evrópulanda.

Þessi ákvörðun hefur þó ekki verið vel liðin, þar sem Pia Mäkelä, prófessor hjá lýðheilsustofnuninni THL og sérfræðingur í áfengismálum, benti á að skaðinn og dauðsföllin af ofneyslu áfengis væri of mikill.

Fjármálaráðherra Finnlands tekur þó undir ákvörðunina og telur að hægt sé að endurskoða áfengislög landsins enn meir, til þess að vera meira í takt við önnur Evrópulönd og segir að ákvörðunin muni ekki hafa mikil áhrif á daglegt líf Finna. 

Lagasmuga í áfengislögum 

Á Íslandi eru reglur um sölu áfengis enn harðari heldur en í Finnlandi og sala á áfengum drykkjum í matvöruverslunum er ekki leyfð nema ef um léttöl er að ræða sem má ekki innihalda meira en 2.25% í áfengisstyrk. 

Aftur á móti hefur umræðan um að rýmka áfengislög á Íslandi verið til staðar, en oft hefur verið bent á heilsufarslegar afleiðingar við aukið aðgengi að áfengi. Í umræðunni hérlendis er talað um að lagasmuga sé í áfengislögum hvað varðar leyfi á áfengisölu í smásölu og hægt er að segja að það sé að byrja molna undan löggjöfinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert