Myndir: Farþegaþota skemmd eftir haglél

farþegaflugvél frá Austrian Airlines.
farþegaflugvél frá Austrian Airlines. Ljósmynd/Austrian Airlines

Haglél olli skemmdum á farþegaflugvél frá Austrian Airlines þegar hún nálgaðist Vínarborg í gær.

Hluti af nefi vélarinnar brotnaði og þá urðu skemmdir á flugstjórnarklefanum. Eftir að flugstjórinn hafði gefið út neyðarkall lenti vélin heilu og höldnu á flugvellinum í Vínarborg. Hvorki farþega né áhöfn sakaði í atvikinu.

Vélin var að koma frá Palma á Mallorca á Spáni en flugfélagið gaf ekki upp hversu margir farþegar voru um borð í vélinni

Óveðrið sást ekki á veðurratsjá flugmannanna, að því er segir í yfirlýsingu sem flugfélagið sendi til AFP-fréttaveitunnar í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert