Þrír liðsmenn Hisbollah látnir eftir árás Ísraels

Menn horfa á eldtungur eftir árás Ísraelsmanna.
Menn horfa á eldtungur eftir árás Ísraelsmanna. AFP

Þrír liðsmenn líbönsku hreyfingarinnar Hisbollah létust eftir árásir Ísraelsmanna á bílalest í norðausturhluta Líbanon að sögn heimildarmanns AFP-fréttaveitunnar í Hisbollah.

„Þrír Hisbollah-liðsmenn féllu í níu eldflaugaárásum Ísraelshers sem beindust að bílalest tankbíla og byggingu í þorpi í Hermel-héraði á landamærum Sýrlands,“ segir hann.

Heimildarmaðurinn segir jafnframt að þrír aðrir séu særðir eftir árásina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert